spot_img

Spænsk og ítölsk verðlaun til „Hjartasteins“

Blær Hinriksson tekur við verðlaunum í Mílanó á Ítalíu um nýliðna helgi.

Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar var valin besta myndin á tveimur hátíðum um síðustu helgi, annarsvegar Festival MIX Milano á Ítalíu og hinsvegar Fire!! Mostra Internacional de Cinema Gai i Lesbià de Barcelona á Spáni. Blær Hinriksson, annar aðalleikaranna, var viðstaddur verðlaunaafhendinguna í Mílanó.

Myndin hefur nú hlotið alls 35 alþjóðleg verðlaun.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR