spot_img

Marteinn Þórsson með tvö verkefni á Trans Atlantic Partners 

Marteinn Þórsson (Mynd: Ómar Sverrisson).

Marteinn Þórsson tekur þátt í vinnustofunni Trans Atlantic Partners (TAP) með tvö verkefni sín, þáttaröðina Yosoy og bíómyndina Villisumar.

TAP snýst um handritaþróun og tengslamyndun með sérstaka áherslu á samframleiðslu. Fjölmargir kvikmyndagerðarmenn beggja vegna Atlantshafs taka þátt í vinnustofunni sem fram fer í Berlín í seinnihluta júní og í Halifax Kanada í september.

Þáttaröðin Yosoy er byggð á skáldsögu Guðrúnar Evu Mínervudóttur og verður 6-8 þættir, að mestu á ensku. Marteinn er í viðræðum við franska, þýska, kanadíska, norska og danska aðila um fjármögnun.

Villisumar er byggð á bók Guðmundar Óskarssonar. Marteinn gerir ráð fyrir að myndin verði að mestu fjármögnuð af Frökkum, en hún verður á frönsku.

Sjá nánar hér: Trans Atlantic Partners lines up 2017 platform | News | Screen

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR