„Hjartasteinn“ vinnur tvenn verðlaun í Belgrad

Leikarahópur Hjartasteins á Eddunni 2017.

Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar vann til tveggja verðlauna á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Belgrad í Serbíu, sem lauk í gær. Myndin hlaut bæði dómnefndarverðlaun hátíðarinnar og verðlaun fyrir bestu fyrstu mynd leikstjóra.

Hjartasteinn hefur nú unnið til 24 alþjóðlegra verðlauna frá heimsfrumsýningu myndinnar á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í september 2016. Myndin hlaut þrettán verðlaun á síðasta ári og hefur hlotið 11 verðlaun á fyrstu mánuðum ársins 2017.

Myndin hlaut á dögunum níu Edduverðlaun.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR