HeimEfnisorðBand

Band

Loud and Clear um BAND: Frökk og tilraunakennd

Frökk og tilraunakennd segir Claire Fulton hjá vefritinu Loud and Clear um Band eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur sem á dögunum var sýnd á Glasgow Film Festival.

Lestin um BAND: Kvikmynd í dulargervi hljómsveitar

„Mér finnst skemmtilegt að hugsa um The Post Performance Blues Band þannig að það hafi alltaf verið kvikmynd í formi hljómsveitar, hljómsveitin hafi verið í dulargervi sem nú er búið að færa hana úr, þótt það sem við blasi rugli mig samt kannski enn svolítið í rýminu, en á góðan hátt þó,“ segir Guðrún Elsa Bragadóttir gagnrýnandi Lestarinnar um Band eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur.

Morgunblaðið um BAND: Raunveruleiki og uppspuni

Flott og frumleg frumraun og vel unnin en náði ekki rýni á sitt band, segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir hjá Morgunblaðinu meðal annars um Band eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur.

Fréttablaðið um BAND: Heimildaháð í sinni bestu mynd

"Einlæg, skemmtileg og hvetjandi mynd sem er einstaklega vel unnin," skrifar Birna Dröfn Jónasdóttir meðal annars í Fréttablaðið um Band eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur.

BERDREYMI seld til Bretlands, BAND seld af Alief á heimsvísu

Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar hefur verið seld til Bretlands. Myndin hefur sópað til sín verðlaunum á undanförnum mánuðum og hefur verið seld til Bandaríkjanna, Ungverjalands, Niðurlanda, þýskumælandi landa og mið- og austur Evrópulanda.

Sex íslenskar myndir keppa á Nordisk Panorama

Sex íslenskar myndir keppa um verðlaun á stutt- og heimildamyndahátíðinni Nordisk Panorama sem fer fram í 33. skipti dagana 22.-27. september í Malmö í Svíþjóð.

BAND í keppni í Haugasundi

Band eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur hefur verið valin til þátttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi, sem fer fram dagana 20. - 26. ágúst í Noregi.

Point of View um BAND: Besta íslenska músikmyndin?

Stefnir í að þetta verði költmynd segir Pat Mullen hjá hinu kanadíska Point of View Magazine um heimildamyndina Band eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur. Myndin var nýlega frumsýnd á Hot Docs hátíðinni í Toronto.

Konur keyra áfram grósku í heimildamyndum

"Það er skemmtilegt að svo virðist sem hópur öflugra kvenna keyri áfram heimildamyndasenuna hér á Íslandi," segir Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar íslands meðal annars í samtali við Business Doc Europe.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR