BAND í keppni í Haugasundi

Band eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur hefur verið valin til þátttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi, sem fer fram dagana 20. – 26. ágúst í Noregi.

Band verður sýnd sem hluti af dagskránni Nordic Focus og er meiksaga hljómsveitar sem á líklega ekki eftir að meika það og er í raun ekki hljómsveit.

Álfrún skrifaði handritið og leikstýrði, en framleiðendur myndarinnar eru Heather Millard og Þórður Jónsson hjá Compass Films. Með aðalhlutverk fara Álfrún, Hrefna Lind Lárusdóttir og Saga Sigurðardóttir.

Þá verður verkefnið Ævintýraskógurinn – Örin eftir Þórunni Lárusdóttur kynnt sem hluti af Nordic coproduction market. Þar gefst framleiðendum og/eða leikstjórum tækifæri til að kynna verkefni sín fyrir mögulegum meðframleiðendum, sölu- eða fjármögnunaraðilum.

Að auki verða Band og kvikmyndin Svar við bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur sýndar á lokuðum markaðssýningum New Nordic Films markaðarins.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR