Ingvar E. Sigurðsson, Elliot Crosset Hove og Maria von Hausswolff fá Bodil verðlaunin dönsku fyrir VOLAÐA LAND

Ingvar E. Sigurðsson, Elliot Crosset Hove og Maria von Hausswolff hlutu í gærkvöld Bodil-verðlaunin, sem samtök danskra gagnrýnenda hafa veitt árlega í áratugi, fyrir verk sín í kvikmyndinni Volaða land eftir Hlyn Pálmason.

Ingvar fékk Bodil sem leikari ársins í aukahlutverki, meðan Elliot Crosset Hove var valin leikari ársins. Maria von Hausswolff hlaut Bodil fyrir kvikmyndatöku ársins, en þetta er í þriðja skipti sem hún vinnur á síðustu 6 árum. Hún hlaut einnig verðlaunin fyrir fyrstu mynd Hlyns Vetrarbræður. Von Hausswolff á nú metið fyrir flest Bodil verðlaun í sínum flokki.

Julius Krebs Damsbo klippari Volaða lands tók við Bodil verðlaunum fyrir hönd Mariu von Hausswolff | Mynd: Lasse Lagoni.

Volaða land er þriðja mynd Hlyns í fullri lengd og hefur þegar sópað að sér verðlaunum eftir að hún var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. Hún hlaut Edduverðlaun fyrir leikstjórn og kvikmyndatöku Mariu von Hausswolff nú í mars. Volaða land var tilnefnd fyrir hönd Danmerkur til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2022 en verðlaunin hlaut íslenska kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar.

HEIMILDruv.is
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR