Nær 104 þúsund gestir á íslenskar kvikmyndir það sem af er árinu

Aðsókn á íslenskar kvikmyndir hefur verið með ágætum það sem af er árinu, en alls hafa 103,645 gestir séð þær fimm bíómyndir sem frumsýndar hafa verið frá áramótum.

Þetta er mun meiri aðsókn en undanfarin ár. Heildaraðsókn á íslenskar myndir fór síðast yfir hundrað þúsund gesti árið 2018 (164,031 gestir), sem reyndar var með bestu árum síðan mælingar hófust. Hafa þarf í huga að aðsóknin árið 2019 var óvenju lítil (53,835 gestir) og vegna faraldursins voru kvikmyndahús lokuð um tíma eða sættu takmörkunum á árunum 2020-2022.

Aðsókn á árinu er svona, miðað við 21. maí:

Villibráð: 56,236 gestir (sýningum lokið)
Napóleonsskjölin: 29,293 gestir
Á ferð með mömmu: 12,091 gestir (sýningum lokið)
Volaða land: 4,301 gestir
Óráð: 1,748 gestir (sýningum lokið)

Að minnsta kosti þrjár bíómyndir verða frumsýndar í haust, en gætu orðið fleiri.

Napóleonsskjölin sáu 218 gestir í vikunni, en alls hafa 29,293 séð hana eftir 16. sýningarhelgi.

Volaða land sáu 60 í vikunni, en alls nemur fjöldi gesta 4,301 eftir 11. sýningarhelgi.

Aðsókn á íslenskar myndir 15.-21. maí 2023

VIKUR MYND AÐSÓKN (SÍÐAST) ALLS (SÍÐAST)
16 Napóleonsskjölin 218 (227) 29,293 (29,075)
11 Volaða land 60 (35) 4,301 (4,241)

(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR