HREIÐUR og VOLAÐA LAND fengu Robert verðlaun

Stuttmyndin Hreiður og bíómyndin Volaða land, báðar eftir Hlyn Pálmason, hlutu verðlaun á dönsku Robert verðlaununum sem afhent voru um helgina.

Hreiður var valin stuttmynd ársins og Nina Grønlund var verðlaunuð fyrir búningahönnun Volaða lands. Myndin hlaut alls 10 tilnefningar til Robert verðlaunanna sem Danska kvikmyndaakademían veitir. Þá var Berdreymi tilnefnd í flokki erlendra mynda.

Holy Spider eftir Ali Abbasi var sigurvegari kvöldsins, hlaut 11 verðlaun.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR