VOLAÐA LAND fær afar góðar viðtökur bandarískra gagnrýnenda

Volaða land Hlyns Pálmasonar var frumsýnd í New York á föstudag á vegum Janus Films, eins kunnasta dreifingarfyrirtækis listrænna kvikmynda vestanhafs um áratugaskeið. Myndin fær gegnumgangandi afar fín viðbrögð gagnrýnenda.

Á samantektarvefnum Rotten Tomatoes má sjá hlekki á umsagnir 25 gagnrýnenda um myndina. Hún er sem stendur með 92% skor á Rotten Tomatoes, sem súmmerar viðbrögðin svona upp:

„Necessarily bleak but shot through with moments of humor, the beautifully filmed Godland serves as a gently absorbing meditation on mortality.“

Myndin fer í víðari dreifingu vestanhafs á næstu vikum.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR