spot_img

Þessi eru í kennaraliði Kvikmyndalistadeildar LHÍ

Kennarar og leiðbeinendur á fyrstu starfsönn Kvikmyndalistadeildar LHÍ koma úr ýmsum áttum.

Steven Meyers er deildarstjóri Kvikmyndalistadeildar.

Ragnar Bragason og Ása Helga Hjörleifsdóttir kenna leikstjórn. Steven Meyers og Friðrik Erlingsson kenna handritaskrif. Tanya Sleiman kennir framleiðslu.

Guðrún Elsa Bragadóttir er fagstjóri fræða og kennir kvikmyndasögu og kvikmyndakenningar. Erlendur Sveinsson er fagstjóri tæknigreina.

Birgit Guðjónsdóttir kennir kvikmyndatöku og Björn Viktorsson hljóðhönnun.

Brandon Marks hefur umsjón með tæknibúnaði og tengdri þjónustu.

Hér má skoða kennsluskrá og hvernig námið er byggt upp.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR