Heim Bransinn Kvikmyndaskóli Íslands auglýsir eftir aðstoðarrektor

Kvikmyndaskóli Íslands auglýsir eftir aðstoðarrektor

-

Húsakynni Kvikmyndaskóla Íslands á Grensásvegi.

Kvikmyndaskóli Íslands auglýsir eftir aðstoðarrektor, en umsóknarfrestur er til 21. júní. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur þekkingu og reynslu af stjórnun og rekstri menntastofnunar.

Aðstoðarrektor er yfirmaður stjórnsýslu skólans og mun bera ábyrgð á yfirfærslu Kvikmyndaskólans á háskólastig og uppbyggingu alþjóðlegrar deildar við skólann. Hann ber ábyrgð á gerð starfs- og rekstraráætlana skólans og er staðgengill rektors.

Fyrirspurnir skal senda á katrin@projects.is

Helstu verkefni og ábyrgð
 · Ábyrgð á daglegum rekstri skólans
 · Ábyrgð á að markmiðum kennslu og að staðlar séu uppfylltir
 · Ábyrgð á mannauði skólans, nemendum og starfsfólki
 · Umsjón með kynningarmálum skólans
 · Umsjón með þróun skólans og uppbyggingu kennslu
 · Þátttaka í stefnumótun og umbótastarfi
Menntunar- og hæfniskröfur
 · Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi
 · Doktorspróf er kostur
 · Kennsluréttindi skilyrði
 · Reynsla og þekking á stjórnun og rekstri menntastofnunar
 · Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
 · Reynsla og þekking á mannauðsmálum kostur
 · Reynsla og færni í kynningarmálum kostur
 · Reynsla og þekking á gæðamálum kostur
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.