Stafrænir fyrirlestrar á Cannes markaðinum 22.-26. júní

Fimm stafrænir fyrirlestrar munu fara fram dagana 22. – 26. júní samhliða Kvikmyndamarkaðinum í Cannes (Marché du Film). Íslenskir kvikmyndagerðarmenn og fagaðilar í kvikmyndageiranum sem taka þátt sem fyrirlesarar eru Kristinn Þórðarson, Ásthildur Kjartansdóttir, Hrönn Sveinsdóttir, Marteinn Þórsson og Tinna Hrafnsdóttir.

Þetta kemur fram á vef Kvikmyndamiðstöðvar og þar segir ennfremur:

Fimm stafrænir fyrirlestrar munu fara fram dagana 22. – 26. júní samhliða Kvikmyndamarkaðinum í Cannes (Marché du Film) sem fer fram í stafrænu formi þetta árið vegna kórónaveirufaraldursins. Scandinavian Films, samtök kvikmyndastofnanna á Norðurlöndunum, standa fyrir fyrirlestrunum en Kvikmyndamiðstöð Íslands er aðili að samtökunum.

Íslenskir kvikmyndagerðarmenn og fagaðilar í kvikmyndageiranum sem taka þátt sem fyrirlesarar eru Kristinn Þórðarson, Ásthildur Kjartansdóttir, Hrönn Sveinsdóttir, Marteinn Þórsson og Tinna Hrafnsdóttir.

Wendy Mitchell, norrænn tengiliður og ritstjóri hjá Screen International, mun stýra fyrirlestrunum þar sem þátttakendur fá að kynnast norrænum fagaðilum í kvikmyndageiranum. Efni fyrirlestranna er svohljóðandi; framleiðsla og tökur kvikmynda á tímum heimsfaraldurs; leiðir til að gera kvikmyndagerð sjálfbærari; leiðir til að ná til áhorfenda á nýjum tímum; norrænir  kvikmyndagerðarmenn sem sérhæfa sig í „genre“ kvikmyndagerð; að koma fyrstu leiknu kvikmyndinni af stað.

Allar nánari upplýsingar um hvern fyrirlestur fyrir sig og skráningu sem er ókeypis má finna á tenglunum hér fyrir neðan.

Pandemic Production: Lessons Learned in the Nordics

22. júní kl. 13:00 að íslenskum tíma

Kristinn Þórðarsson hjá Truenorth er á meðal fyrirlesara. Nánari upplýsingar um alla fyrirlesara má finna hér.

Going Green 

23. júní kl. 08:00 að íslenskum tíma

Ásthildur Kjartansdóttir leikstjóri er á meðal fyrirlesara. Nánari upplýsingar um alla fyrirlesara má finna hér.

Reaching Audiences in 2020 and Beyond 

24. júní kl. 12:00 að íslenskum tíma

Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó Paradís er á meðal fyrirlesara. Nánari upplýsingar um alla fyrirlesara má finna hér.

Fresh Flesh: The Rising Nordic Genre Talents

25. júní kl. 15:00 að íslenskum tíma

Marteinn Þórsson leikstjóri er á meðal fyrirlesara. Nánari upplýsingar um alla fyrirlesara má finna hér.

Getting Your First Feature off the Ground 

26. júní kl. 08:00 að íslenskum tíma

Tinna Hrafnsdóttir leikstjóri er á meðal fyrirlesara. Nánari upplýsingar um alla fyrirlesara má finna hér.

Sjá nánar hér: Stafrænir fyrirlestrar dagana 22. – 26. júní á vegum Scandinavian Films

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR