RIFF hefst á fimmtudag, um fjórðungur mynda í bíó, rest á netinu

RIFF, alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, verður sett í 17. sinn þann 24. september næstkomandi og stendur til 4. október.

Veg­leg kvik­mynda­dag­skrá verður á riff.is þar sem öll­um lands­mönn­um býðst að horfa jafnt á landi sem og sjó. Um 60 myndir verða sýndar á netinu og u.þ.b.  20 í Bíó Paradís og Norræna húsinu. Þær verður ekki hægt að sjá á netinu. Þau sem vilja horfa á netinu geta kynnt sér fyrirkomulagið hér.

Meðal mynda eru t.d. Nomadland í leikstjórn Chloe Zhao, sem á dögunum hlaut Gulljónið í Feneyjum. Zhao hlaut Gyllta lundann fyrir nokkrum árum fyrir mynd sína The Rider.

Opnunarmynd RIFF í ár er Þriðji póllinn, ný íslensk kvikmynd eftir Andra Snæ Magnason og Anní Ólafsdóttur. Hátíðinni verður lokað með frumsýningu á kvikmyndinni Á móti straumnum eftir Óskar Pál Sveinsson.

Sjá nánar um íslensku myndirnar hér.

Í Norræna húsinu mun fara fram bransadagskrá þar sem m.a. íslenskum kvikmyndagerðarmönnum gefst kostur á að kynna verk í vinnslu fyrir hinum alþjóðlega kvikmyndaheimi.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR