spot_img

Reykjavik Shorts & Docs Festival hefst í dag

reykjavik-shorts-and-docs-fest-2014-logoReykjavík Shorts&Docs Festival hefst í dag fimmtudag og stendur til 9. apríl í Bíó Paradís og Stúdentakjallaranum. Þetta er í 12. sinn sem hátíðin er haldin. Að venju er áherslan á innlendar og erlendar stutt- og heimildamyndir, en auk kvikmyndasýninga verða fjöldi annarra viðburða á hátíðinni. Áhorfendur munu velja bestu íslensku stutt- eða heimildamyndamyndina og verða verðlaunin veitt sigurvegaranum á verðlaunaathöfn á lokakvöldi hátíðarinnar 9. apríl í Bíó Paradís.

DAGSKRÁ REYKJAVÍK SHORTS&DOCS FESTIVAL

Hér að neðan eru tíndar til helstu myndir hátíðarinnar:

Stakar heimildamyndir:

20,000 DAYS ON EARTH

Nick-Cave-Kylie-Minogue-20000-Days-On-Earth1Leikstjórar: Iain Forsyth & Jane Pollard
Land: Bretland
Ár: 2014
Sýningartímar: 5. apríl kl. 20:00, 6. apríl kl 22:00, 8. apríl kl. 18:00

Efni: Spenna, átök og kaldur raunveruleiki mætast í „uppspunnum“ 24 klukkutímum tónlistarmannsins og poppgoðsins Nicks Cave. Myndin gengur langt í nærgöngulli lýsingu sinni á átökum listamannsins við sjálfan sig og list sína og leitar svara við heimspekilegum spurningum um tilveru okkar um leið og hún skoðar mátt skapandi hugsunar.

[divider scroll_text=””]

THE GHOSTS IN OUR MACHINE

Screen Shot 2014-03-24 at 4.17.59 PMLeikstjóri: Liz Marshall
Land: Kanada
Ár: 2013
Sýningartímar: 7. apríl kl. 20:00 (Q&A), 8. apríl kl. 20:00 (Q&A)

Efni: The Ghosts in our Machine bregður ljósi á líf og örlög ýmissa dýra í neysluheimi nútímans. Í gegnum linsu ljósmyndarans Jo-Anne McArthur kynnumst við þessu dýrum en heimildarmyndin fylgir McArthur eftir á ferðalagi hennar um eins árs skeið í Kanada, Bandaríkjunum og Evrópu. McArthur býr til sögu í kringum hvert dýr sem hún fylgir eftir en umgjörðin er ávallt hnattrænn framleiðsluiðnaður dýrafurða: Rannsóknir; Matvælaframleiðsla; Tísku- og skemmtanaiðnaður.

[divider scroll_text=””]

MY PRAIRIE HOME

Screen Shot 2014-03-24 at 4.43.12 PMLeikstjóri: Chelsea McMullan
Land: Canada
Ár: 2014
Sýningartímar: 4. apríl kl. 20:00, 8. apríl kl. 22:00

Efni: My Prairie Home fjallar um söngvarann og listamanninn Rae Spoon sem fer með áhorfandanum í ferðalag sem er í senn skemmtilegt, andlegt og stundum melankólískt. Umhverfið eru víðáttur hinnar mikilfenglegu Kanadasléttu en í myndinni kynnumst við Spoon, tónlist þeirra og sjáum þau koma fram. Spoon er transmaður og heimildarmyndin gefur áhorfandanum sýn inn í ferlið sem því fylgir og lífsbaráttu Spoons sem transmanneskju og sem tónlistarmanns. My Prairie Home er tónlistarheimildarmynd í fullri lengd og leikstýrð og leikstjóri myndarinnar er Chelsie McMullan. 



[divider scroll_text=””] WEB JUNKIE

Screen Shot 2014-03-24 at 4.40.32 PMLeikstjórar: Shosh Shlam, Hilla Medalia
Land: Israel / USA
Ár: 2013
Sýningartímar: 6. apríl kl. 18:00

Efni: Kína, er fyrsta land í heiminum til að skilgreina netfíkn sem geðrænt vandamál. Web Junkie fjallar á hispurslausan hátt um starfsemi meðferðarstofnunar í Peking þar sem unglingar með netfíkn eru sendir í meðferð og endurhæfingu. Fylgst er með þremur unglingum í meðferð, foreldrum þeirra og heilbrigðisstarfsmönnum sem eru ákveðnir í að losa þá við netfíkn sína. 


[divider scroll_text=””] FINDING VIVIAN MAIER

Leikstjóri: John Maloof
Land: USA
Ár: 2013
Sýningartímar: 9. apríl kl. 18:00

Efni: Finding Vivian Maier er heimildarmynd sem hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Myndin fjallar um dularfulla barnfóstru sem í leyni tók yfir 100.000 ljósmyndir sem voru að endingu faldar í læstum hirslum í marga áratugi. Maier er í dag talin á meðal mikilvægustu ljósmyndara 20. aldar. Undarlegt en heillandi líf þessarar konu birtist áhorfandanum í gegnum áður óbirtar ljósmyndir, kvikmyndaupptökur og viðtöl við fjölda manns sem taldi sig þekkja hana. 

[divider scroll_text=””]

INSIDE OUT: THE PEOPLE’S ART PROJECT

Leikstjóri: Alastair Siddons
Land: Bretland
Ár: 2013
Sýningartímar: 5. apríl kl. 18:00

Efni: Þessi heillandi heimildarmynd fylgist með þróun stærsta „samvinnu-listverkefni“ heims þar sem fjölda fólks var boðið að gerast þáttakendur í verkefninu Inside Out. Franski listamaðurinn JR fór um hnöttinn og virkjaði einstaklinga til að útlista og tjá það sem skipti sig mestu máli – verkin eru sett fram af ástríðu, risastórar svarthvítar portrettljósmyndir límdar á veggi á götum úti í almannarými. Fylgst er með fólki á ýmsum aldri eigna sér veggi sem áður voru á bannsvæði og þar með reyna á eigin persónulegu þolmörk. Með því að festa atburðinn á filmu hefur Alastair Siddons skapað skýran vitnisburð um mátt listar til að umbreyta heilum samfélögum. 

[divider scroll_text=””]

Íslenskar stuttmyndir (allar sýndar saman): 4. apríl kl 20:00, 7. apríl kl. 20:00

EYLIEN
Screen Shot 2014-03-24 at 4.21.45 PMLeikstjóri: Gunnar Gunnarsson
Ár: 2013
Synopsis: Magnús a single father. His daughter Sóley loves Alien. With life chancing events ahead Magnús must go strange ways to tell his daughter about the change coming.

 

SKER
Screen Shot 2014-03-24 at 4.23.03 PMLeikstjóri: Eyþór Jóvinsson
Ár: 2013
Synopsis: A true story of a kayaker who sails through the fjords of Iceland and stumbles upon a skerry. He decides to port there and soon realizes that perhaps it wasnt such a good idea.

 

GLÁMA
Screen Shot 2014-03-24 at 4.24.18 PMLeikstjóri: Baldur Páll Hólmgeirsson
Ár: 2012
Synopsis: A chef is hired to cook a big feast in remote summer hotel during winter time in the westfjords of Iceland. On arrival he realizes that not everything is what it seems and soon strange things start to happen.

 

THE GOSPEL
Screen Shot 2014-03-24 at 4.26.18 PMLeikstjóri: Atli Sigurjónsson
Ár: 2012
Synopsis: A young atheist gets a visit from two missionaries. He brushes them off but weird things start happening. He starts seeing strange signs everywhere and doesn’t know what to make of them. Is somebody messing with him or is God really trying to contact him?

GABRIELLA
Screen Shot 2014-03-24 at 4.27.35 PMLeikstjóri: Gunna Helga Sváfnisdóttir & Sigga Björk Sigurðardóttir
Ár: 2013
Synopsis: The film is about Gabriella who is trying to find herself again. She needs to accept her past so she can be herself again.

 

TOOTH FOR A TOOTH
Screen Shot 2014-03-24 at 4.31.04 PMLeikstjóri: Aríel
Ár: 2013
Synopsis: A young girl is taken against her will and bound to a chair within an undisclosed location. An interrigation begins and slowly, painfully, pieces of the story unfold.

 

 

IN SEARCH OF LIVINGSTONE
Screen Shot 2014-03-24 at 4.32.59 PMLeikstjóri: Vera Sölvadóttir
Ár: 2014
Synopsis: Thor and Denni search for tobacco along the south coast of Iceland during a prolonged civil servants’ strike, which has created a shortage of tobacco all over the country. Desperate to lay their hands on a cigarette, these inventive but awkward pals exhaust all available means, holding out to hope that their awaited tobacco euphoria is just around the next corner.

[divider scroll_text=””] Íslenskar stuttar heimildamyndir (allar sýndar saman): 5. apríl kl. 20:00

HERD IN ICELAND
Screen Shot 2014-03-24 at 4.34.17 PMLeikstjórar: Lindsay Blatt & Paul Taggart
Ár: 2013
Synopsis: The horse holds a precious place in Icelandic culture, art and tradition; for over 1,000 years Icelandic law has prohibited the importation of horses onto the island. By telling the story of this annual journey, Herd in Iceland captures the symbolism behind the horses and the nation they represent.

BEHIND THE FROST
Screen Shot 2014-03-26 at 9.45.31 AMLeikstjóri: Guðni Rúnar Gunnarsson
Ár: 2013
Synopsis: In Behind the Frost we go behind the scenes of the Icelandic thriller Frost and observe filmakers struggle with hars conditions

 

MUNDI
Screen Shot 2014-03-24 at 4.36.00 PMLeikstjóri: Logi Ingimarsson
Ár: 2013
Synopsis: A story about an ordinary old man in a ordinary house with a ordinary life.

 

 

HOLDING HANDS FOR 74 YEARS
Screen Shot 2014-03-24 at 4.37.06 PMLeikstjóri: Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir
Ár: 2013
Synopsis: Holding Hands for 74 Years is a love story, full of heart and humility. The story begins in 1939 in Reykjavik, Iceland, where we are introduced to Ludvik and Arnbjorg. We learn how their youthful love evolved into a life-long devotion, and how they stayed together for better, for worse, for richer, for poorer, in sickness and in health. We learn about their values and their sensibilities about life, and what made them stick.  Many of us know how it feels to be young and in love. Few can be so lucky to experience that love for 74 years. How could a love like that end? What next? We get to know the hearts of this couple, through thick and thin, through life and into the ever after. We learn about love’s eternal worth.

 

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR