HeimEfnisorðReykjavik Shorts & Docs Festival

Reykjavik Shorts & Docs Festival

Reykjavík Shorts&Docs Festival sýnir 11 stutt- og heimildamyndir á Timishort í Rúmeníu

Reykjavík Shorts&Docs Festival verður gestahátíð á stuttmyndahátíðinni Timishort sem haldin verður í Timișoara, Rúmeníu daganna 2.-5. október. Þetta er í fyrsta sinn sem Reykjavík Shorts&Docs Festival er boðið á hátíðina og að því tilefni verða níu íslenskar stuttmyndir og heimildamyndir með í farteskinu, auk tveggja annarra mynda með sterka tengingu við Ísland. Myndirnar verða sýndar í tveimur sýningarflokkum, ‘Focus on Iceland’ og ‘Focus on RS&DF’.

„Holding Hands for 74 Years“ hlýtur áhorfendaverðlaun Reykjavik Shorts & Docs Festival

Heimildamynd Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur um hjónin Lúðvík og Arnbjörgu og hvernig æskuást þeirra þroskaðist og dafnaði í 74 ár hlaut fyrstu verðlaun. Önnur verðlaun hlaut stuttmyndin Sker eftir Eyþór Jóvinsson og í þriðja sæti var myndin Leitin að Livingstone eftir Veru Sölvadóttur.

Nærgöngul heimildamynd um Nick Cave opnar Reykjavík Shorts & Docs hátíðina

Reykjavík Shorts & Docs Festival verður haldin í 12. sinn dagana 3.-9. apríl í Bíó Paradís og Stúdentakjallaranum. Að venju er áherslan á innlendar og erlendar stutt- og heimildamyndir, en auk kvikmyndasýninga verður fjöldi annarra viðburða á hátíðinni. Opnunarmynd hátíðarinnar er 20.000 Days on Earth, ný heimildamynd um Nick Cave.

Reykjavik Shorts & Docs á vegum úti

Stutt- og heimildamyndahátíðin Reykjavík Shorts&Docs Festival fer á flakk og verður með sýningar í Nýheimum, Höfn í Hornafirði, dagana föstudaginn 14. og laugardaginn 15. mars nk. Næsta hátíð hefst í Bíó Paradís þann 3. apríl.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR