Andlát | Sigurliði Guðmundsson 1942-2020

Sigurliði Guðmundsson kvikmyndatökumaður og einn af fyrstu starfsmönnum Sjónvarpsins er látinn, 78 ára að aldri.

Sigurliði var í hópi þeirra sem sendir voru til Danmerkur að nema helstu atriði sjónvarpsvinnslu áður en Sjónvarpið fór í loftið haustið 1966.

Sigurliði var lengi tökumaður hjá Sjónvarpinu og meðal helstu verka sem hann myndaði þar voru sjónvarpsmyndirnar Blóðrautt sólarlag (1977) og Vandarhögg (1980) en báðum var leikstýrt af Hrafni Gunnlaugssyni. Þá myndaði hann heimildamyndina Sálin í útlegð er (1974) sem fjallaði um ævi Hallgríms Péturssonar. Sigurður Sverrir Pálsson leikstýrði eftir handriti sínu og Jökuls Jakobssonar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR