spot_img

NATATORIUM heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Rotterdam í janúar

Kvikmynd Helenar Stefáns Magneudóttur, Natatorium, verður heimsfrumsýnd á IFFR – alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Rotterdam, sem fram fer 25. janúar – 4. febrúar 2024. Myndin verður sýnd í flokknum Bright Futures, þar sem kastljósinu er beint að frumraunum leikstjóra í fullri lengd.

Natatorium segir frá ungri stúlku sem dvelur hjá ömmu sinni og afa í borginni á meðan hún þreytir inntökupróf í listhóp. Þegar fjölskyldan, sem hefur ekki hist í langan tíma, kemur saman til að fagna inntöku hennar í hópinn koma ljót fjölskylduleyndarmál upp á yfirborðið og kvöldið endar með hræðilegum harmleik.

Framleiðandi Natatorium er Sunna Guðnadóttir, hjá Bjartsýn Films. Meðframleiðendur eru Heather Millard (Silfurskjár) og Julia Elomäki (Tekele Productions). Með alþjóðlega sölu og dreifingu fer LevelK.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR