HeimEfnisorðOttó Geir Borg

Ottó Geir Borg

HEIMA ER BEST til­nefnd til norrænu handritaverðlaunanna

Aðalhöfundur og leikstjóri er Tinna Hrafnsdóttir sem skrifaði handritið ásamt Ottó Geir Borg og Tyrfingi Tyrfingssyni. Verðlaunin verða afhent á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í janúar.

Fjórir nýir ráðgjafar til KMÍ

Baldvin Kári Sveinbjörnsson, Eva Maria Daniels, Helga Brekkan og Ottó Geir Borg hafa verið ráðin sem kvikmyndaráðgjafar hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands og hafa þegar hafið störf.

LevelK höndlar alþjóðlega sölu á „Víti í Vestmannaeyjum“

Danska sölufyrirtækið LevelK mun höndla alþjóðlega sölu á kvikmyndinni Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinriksson. Myndin, sem er frumsýnd hér á landi í mars, verður kynnt kaupendum á Evrópska kvikmyndamarkaðinum sem fram fer á Berlinale hátíðinni í febrúar.

Tíu ára afmæli Northern Wave hátíðarinnar

Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave fagnar 10 ára afmæli sínu helgina 27.-29. október næstkomandi í Frystiklefanum á Rifi. Á hátíðinni verða sýndar rúmar 70 alþjóðlegar og íslenskar stuttmyndir, íslensk tónlistarmyndbönd og blanda af íslenskum og erlendum myndbandsverkum. Edda Björgvinsdóttir leikkona og kollegi hennar Monica Lee Bellais frá Bandaríkjunum, verða heiðursgestir.

Ottó Geir Borg skrifar „Hilmu“

Ottó Geir Borg hefur verið falið að skrifa handrit kvikmyndarinnar Hilmu sem byggð er á samnefndri spennusögu Óskars Guðmundssonar og kom út í vor.

Óskar Þór Axelsson gerir „Ég man þig“

Óskar Þór Axelsson hefur fengið 90 milljón króna vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð til að gera spennumyndina Ég man þig eftir skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur. Sigurjón Sighvatsson og Zik Zak kvikmyndir framleiða.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR