spot_img

“Hálendið” Ragnars Bragasonar fær stuðning frá Nordic Genre Boost

nordic genre boost logoHálendið, eftir handriti og í leikstjórn Ragnars Bragasonar, er meðal sjö verkefna sem valin hafa verið á Nordic Genre Boost, sérstakt átaksverkefni Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins.

Stuðningurinn er í formi vinnubúða sem og þróunarfjár uppá 24.000 evrur eða rúmlega þrjár og hálfa milljón króna.

Byggt er á samnefndri skáldsögu Steinars Braga frá 2011. Skúli Malmquist og Þórir Snær Sigurjónsson hjá Zik Zak kvikmyndum framleiða.

Sjá nánar hér: Seven projects selected for the NFTVF’s Nordic Genre Boost – Cineuropa.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR