Margrét Örnólfsdóttir hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin

Margrét Örnólfsdóttir (mynd: RÚV).

Margrét Örnólfsdóttir, handritshöfundur og formaður Félags leikskálda og handritshöfunda, hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2017 sem afhent voru á Kjarvalsstöðum í dag. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin.

RÚV fjallar um þetta á vef sínum og þar kemur meðal annars þetta fram:

Í umsögn dómnefndar kemur fram að Margrét sé gott dæmi um listamann 21. aldarinnar, sem fetar ótroðnar slóðir, vinnur á mörgum sviðum lista og tengir þannig greinarnar og reynslu sína þvert á hefðbundna skilgreiningu. Nú síðast skrifaði hún þáttaröðina Fanga sem naut mikilla vinsælda og hefur verið seld til fjölmargra sjónvarpsstöðva í Evrópu. Meðal annara þátta sem hún hefur unnið að eru Réttur, Pressa, Svartir englar og Ófærð.

Verðlaunin eru eru áletraður gripur úr áli frá ISAL í Straumsvík auk einnar milljónar króna í verðlaunafé. Dómnefndina skipuðu Þórunn Sigurðardóttir, Magnús Geir Þórðarson, Rannveig Rist og Örnólfur Thorsson.

 

Sjá nánar hér: Margrét hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR