Miklar breytingar á sjónvarpsáhorfi

hraunið leikararUm helmingur þjóðarinnar horfði á spennuþættina Hraunið sem sýndir voru á RÚV. Það er svipað áhorf og undanfarinn, Hamarinn, hlaut 2009. Munurinn er þó sá að í tilfelli Hamarsins var nær allt áhorf við frumsýningu þáttar en aðeins um tveir þriðju horfðu á frumsýningar Hraunsins. Restin stundaði svokallað „hliðrað áhorf“, horfði gegnum plússtöðvar, Sarp, Tímaflakk og Frelsi.

Fréttatíminn fjallar um þessar miklu breytingar sem nú eiga sér stað í sjónvarpsneyslu og ræðir við Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra sjónvarps og Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa Símans.

Umfjöllunina má sjá hér að neðan. Smelltu á myndina til að stækka.

Gerbreytt áhorf á sjónvarp-Fréttatíminn-nóv2014

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR