Sala á „Hrútum“ hafin í aðdraganda Cannes

Hrútar-still 2 hrútarPólska sölufyrirtækið New Europe mun annast sölu á Hrútum Gríms Hákonarsonar, sem frumsýnd verður í Cannes í maí. Þegar hefur verið gengið frá sölu á franskan markað og verið er að semja um nokkur önnur lönd.

Screen International hefur eftir þeim Michèle Halberstadt og Laurent Pétin hjá ARP Sélection, hinum franska dreifingaraðila myndarinnar, að hún sé „hlý, fyndin, áhrifamikil og sérlega vel mynduð.“ Þeir segja einnig að hið íslenska berangur, kindurnar ljúfu og hinir ófyrirsjáanlegu bræður myndarinnar séu með öllu ógleymanleg.

Sjá nánar hér: Cannes: New Europe to sell ‘Rams’; French rights sold | News | Screen.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR