„Fólkið í blokkinni“ hefst á sunnudagskvöld

Úr Fólkinu í blokkinni.
Úr Fólkinu í blokkinni.
Fyrsti þáttur í nýrri íslenskri þáttaröð, Fólkið í blokkinni, verður sýndur á RÚV á sunnudagskvöld. Söguþráður þáttanna snýst um fjölskyldu í fjölbýlishúsi í Reykjavík. Fjölskyldan virðist við fyrstu sýn var ósköp venjuleg íslensk fjölskylda en þegar nánar er athugað er hún skemmtilega klikkuð eins og allir aðrir íbúar í blokkinni.

Þættirnir eru byggðir á verki Ólafs Hauks Símonarsonar. Hann sagði í viðtali við Kastljós nýverið að mannlífið í blokkum geti verið öðruvísi. Sums staðar myndist skemmtileg tengsl. Í blokkum sé líka að finna fólk af ýmsu tagi. Ólafur segir að það vanti efni af þessu tagi, úr íslenskum hversdagsleika, sem fjölskyldur geti horft saman á. „Ef þetta tekst vel þá held ég að þetta geti verið mjög þakklátt,“ segir Ólafur.

Leikstjóri þáttanna er Kristófer Dignus og meðal leikenda eru Andrea Marín Andrésdóttir, Gunnar Hrafn Kristjánsdóttir, Gunnar Hansson, Kristín Pétursdóttir og Katla Margrét Þorgeirsdóttir.

Sjá nánar hér: Fólkið í blokkinni hefur göngu sína | RÚV.

Fólkið í Blokkinni from Pegasus on Vimeo.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR