Almennar sýningar hefjast á “Ösku”

Úr Ösku eftir Herbert Sveinbjörnsson.

Úr Ösku eftir Herbert Sveinbjörnsson.

Almennar sýningar á heimildamynd Herberts Sveinbjörnssonar Ösku hefjast í kvöld í Bíó Paradís. Myndin hlaut áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar í ágúst síðastliðnum og hefur verið sýnd á virtum hátíðum á borð við Thessaloniki og Nordisk Panorama.

Í myndinni er fylgst með þremur fjölskyldum sem búa undir Eyjafjallajökli í eftirmála gossins í jöklinum 2010.

Sjá nánar á vef Bíó Paradísar: Aska / Ash.

Athugasemdir

álit

Tengt efni