Heim Fréttir "Hross í oss" nú í keppni í Tokyo, þaðan til Lübeck sem...

„Hross í oss“ nú í keppni í Tokyo, þaðan til Lübeck sem opnunarmynd

-

Benedikt Erlingsson leikstjóri og Friðrik Þór Friðriksson framleiðandi kynna Hross í oss í Tokyo.
Friðrik Þór Friðriksson framleiðandi og Benedikt Erlingsson leikstjóri kynna Hross í oss í Tokyo.

Hross í oss Benedikts Erlingssonar tekur nú þátt í Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tokyo og er leikstjórinn viðstaddur hátíðina ásamt Friðriki Þór Friðrikssyni framleiðanda. Myndin er þar í keppni ásamt meðal annars Við erum bestar eftir Lukas Moodysson. Verðlaunafé nemur rúmum sex milljónum króna og verða niðurstöður kynntar uppúr hádegi á morgun föstudag (kl. 21 að japönskum tíma), en þá lýkur hátíðinni.

Þaðan fer myndin til Lübeck í Þýskalandi þar sem hún opnar hina árlegu Norrænu kvikmyndadaga sem fara fram 30.október til 3. nóvember. Helstu aðstandendur myndarinnar munu vera viðstaddir sýninguna og kynna myndina, en þetta eru Benedikt leikstjóri og handritshöfundur, Friðrik Þór Friðriksson framleiðandi og aðalleikararnir Ingvar E. Sigurðsson og Charlotte Bøving.

Sjö aðrar íslenskar kvikmyndir verða í Lübeck, þar á meðal Málmhaus Ragnars Bragasonar sem verður viðstaddur ásamt aðalleikkounni Þorbjörgu Helgu Þorgilsdóttur. Þriðja kvikmyndin í fullri lengd sem sýnd verður er svo Falskur fugl í leikstjórn Þórs Ómars Jónssonar.

Þá eru ónefndar tvær stuttmyndir sem taka munu þátt, en það eru Hvalfjörður eftir Guðmund Arnar Guðmundsson og Heilabrotinn eftir Braga Þór Hinriksson.

Auk þessara leiknu mynda verða þrjár heimildamyndir sýndar á hátíðinni, en þær eru Hrafnhildur: heimildarmynd um kynleiðréttingu í stjórn Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur, Aska eftir Herbert Sveinbjörnsson og Hvellur eftir Grím Hákonarson.

Alls verða 160 kvikmyndir frá Norðurlöndunum sýndar á hátíðinni.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.