Benedikt Erlingsson fær leikstjóraverðlaunin í Tokyo fyrir “Hross í oss”

 

Benedikt Erlingsson tekur á móti leikstjóraverðlaununum í Tokyo fyrr í dag.
Benedikt Erlingsson tekur á móti leikstjóraverðlaununum í Tokyo fyrr í dag.

Kvikmyndahátíðinni í Tokyo var að ljúka og var Benedikt Erlingsson valinn besti leikstjórinn fyrir mynd sína Hross í oss. Þetta er í annað skiptið á skömum tíma sem myndin vinnur stór verðlaun, en skemmst er að minnast verðlaunanna í San Sebastian um síðastliðin mánaðamót þar sem Benedikt var einnig valinn besti leikstjórinn.

Kvikmynd Lukas Moodysson, Vi är bäst, hlaut aðalverðlaun hátíðarinnar sem besta myndin. Almennar sýningar hefjast á henni í Bíó Paradís innan skamms.

Myndin, Benedikt og framleiðandinn Friðrik Þór fara nú til Lübeck í Þýskalandi ásamt fríðu föruneyti annarra íslenskra kvikmyndagerðarmanna og kvikmynda, líkt og Klapptré greindi frá í gær.

Hér má sjá umfjöllun um myndina og spjall við leikstjórann og framleiðandann í Tokyo. Hátíðin er ein sú stærsta í Asíu og tilheyrir svokölluðum “A” hátíðum skv. skilgreiningu FIAPF (Alþjóðasambands kvikmyndaframleiðenda).

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR