spot_img

“Hross í oss” verðlaunuð á San Sebastian hátíðinni

Frá vinstri: Friðrik Þór Friðriksson framleiðandi Hross í oss, Davíð Þór Jónsson tónskáld, Charlotte Boving leikkona, Benedikt Erlingsson leikstjóriog Ingvar E. Sigurðsson leikari á hátíðinni í San Sebastian.

Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson hlaut svokölluð “Kutxa – New Directors Award” á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian á Spáni sem var að ljúka rétt í þessu. Verðlaunin eru veitt fyrstu eða annarri mynd leikstjóra og nema 50 þúsund evrum eða um 8.2 milljónum króna og skiptast til helminga milli leikstjóra og spænsks dreifingaraðila.

Myndin hefur fengið afbragðs viðbrögð á hátíðinni og meðal annars kallaði Peter Bradshaw hjá The Guardian hana bestu mynd hátíðarinnar.

Sjá verðlaunin hér: San sebastián Film Festival.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR