Heim Fréttir "Eden" frumsýnd 10. maí

„Eden“ frumsýnd 10. maí

-

Sýningar hefjast á Eden eftir Snævar Sölvason fimmtudaginn 10. maí.

Myndinni er svo lýst:

Lóa og Óliver eru bæði á flótta þegar þau kynnast, hann frá réttvísinni en hún frá fortíðinni. Þau uppgötva fljótlega að þau hafa samskonar langanir í lífinu og fella hugi saman. En til að láta drauma sína rætast þurfa þau að afla sér peninga og með hjálp litríkra félaga Lóu komast þau í samband við undirheimabarón sem ræður þau í vinnu til að selja fíkniefni á götum Reykjavíkur. Í fyrstu gengur samstarfið vel og ástin blómstrar sem aldrei fyrr, en þegar þau kynnast ógnvænlegum hliðum undirheimanna ákveða þau að taka málin í sínar hendur og hefst þá atburðarás þar sem allt er lagt undir.

Með aðalhlutverk fara Telma Huld Jóhannesdóttir (Webcam) og Hansel Eagle en hann fór með aðalhlutverkið í fyrri mynd Snævars, Albatross (2015).

Telma Huld Jóhannesdóttir í Eden.

Töku annast Logi Ingimarsson sem jafnframt klippir. Guðgeir Arngrímsson framleiðir ásamt Loga og Snævari, en þremenningarnir stóðu allir að Albatross.  

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Ástralska útgáfan af HRÚTUM gerir það gott í heimalandinu, Sam Neill tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki

Rams, ástralska útgáfan af Hrútum Gríms Hákonarsonar með Sam Neill í aðalhlutverki, er að gera það gott í kvikmyndahúsum Ástralíu þessa dagana. Myndin opnaði í efsta sæti og hefur nú verið sýnd í fimm vikur við miklar vinsældir.

Stiklur þriggja væntanlegra heimildamynda, SÓLVEIG MÍN, HÆKKUM RÁNA og THE AMAZING TRUTH ABOUT DADDY GREEN

IDFA heimildamyndahátíðin sem nú stendur yfir, hefur birt stiklu þar sem þrjár væntanlegar íslenskar heimildamyndir eru kynntar, Sólveig mín eftir Körnu Sigurðardóttur og Claire Lemaire Anspach, Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson og The Amazing Truth about Daddy Green eftir Olaf de Fleur. Stikluna má skoða hér.