Kvikmyndamiðstöð auglýsir eftir framleiðslustjóra

Kvikmyndamiðstöð Íslands auglýsir eftir umsóknum um starf framleiðslustjóra á vef sínum.

Þar segir að um sé að ræða áhugavert og krefjandi starf með það að markmiði að efla kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu á Íslandi. Framleiðslustjóri annast umsýslu og afgreiðslu styrkumsókna sem berast stofnuninni vegna kvikmyndagerðar.

Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvember.

Capacent tekur á móti umsóknum og má finna nánari upplýsingar um starfið og hæfniskröfur  má finna á vef Capacent.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR