Heim Bíó Paradís Bíó Paradís opnar á ný með Skjaldborgarhátíðinni

Bíó Paradís opnar á ný með Skjaldborgarhátíðinni

-

Skjaldborgarhátíðin, sem átti að fara fram á Patreksfirði um verslunarmannahelgina síðustu, verður opnunarhátíð Bíó Paradísar helgina 18.-20. september.

Bíó Paradís hefur verið lokað síðan kórónuveirufaraldurinn skall á um miðjan mars, en opnar nú á ný eftir viðamiklar endurbætur á húsnæðinu.

Í tilkynningu frá Bíó Paradís segir:

Venja er að halda Skjaldborg á Patreksfirði um hvítasunnu sem í ár var frestað fram á Verslunarmannahelgi vegna samkomuhafta, en degi áður en hátíðin átti að fara fram í lok júlí þurfti að aflýsa Skjaldborg vegna nýrrar hópsýkingar COVID-19. Stjórn og framkvæmdateymi Skjaldborgar í samstarfi við Bíó Paradís fagna því að aðstæður í þjóðfélaginu og nýtt og endurbætt menningarhús kvikmynda á Íslandi geri okkur nú kleift að halda Skjaldborg í borg. Fullbúin dagskrá sem auglýst var fyrir Skjaldborg um verslunarmannahelgi hefur verið aðlöguð nýjum aðstæðum, og flyst hátíðin að þessu sinni til Reykjavíkur frá Patreksfirði á fordæmalausum tímum.

Dagskráin er hér.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Ástralska útgáfan af HRÚTUM gerir það gott í heimalandinu, Sam Neill tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki

Rams, ástralska útgáfan af Hrútum Gríms Hákonarsonar með Sam Neill í aðalhlutverki, er að gera það gott í kvikmyndahúsum Ástralíu þessa dagana. Myndin opnaði í efsta sæti og hefur nú verið sýnd í fimm vikur við miklar vinsældir.

Stiklur þriggja væntanlegra heimildamynda, SÓLVEIG MÍN, HÆKKUM RÁNA og THE AMAZING TRUTH ABOUT DADDY GREEN

IDFA heimildamyndahátíðin sem nú stendur yfir, hefur birt stiklu þar sem þrjár væntanlegar íslenskar heimildamyndir eru kynntar, Sólveig mín eftir Körnu Sigurðardóttur og Claire Lemaire Anspach, Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson og The Amazing Truth about Daddy Green eftir Olaf de Fleur. Stikluna má skoða hér.