spot_imgspot_img

Bíó Paradís opnar á ný með Skjaldborgarhátíðinni

Skjaldborgarhátíðin, sem átti að fara fram á Patreksfirði um verslunarmannahelgina síðustu, verður opnunarhátíð Bíó Paradísar helgina 18.-20. september.

Bíó Paradís hefur verið lokað síðan kórónuveirufaraldurinn skall á um miðjan mars, en opnar nú á ný eftir viðamiklar endurbætur á húsnæðinu.

Í tilkynningu frá Bíó Paradís segir:

Venja er að halda Skjaldborg á Patreksfirði um hvítasunnu sem í ár var frestað fram á Verslunarmannahelgi vegna samkomuhafta, en degi áður en hátíðin átti að fara fram í lok júlí þurfti að aflýsa Skjaldborg vegna nýrrar hópsýkingar COVID-19. Stjórn og framkvæmdateymi Skjaldborgar í samstarfi við Bíó Paradís fagna því að aðstæður í þjóðfélaginu og nýtt og endurbætt menningarhús kvikmynda á Íslandi geri okkur nú kleift að halda Skjaldborg í borg. Fullbúin dagskrá sem auglýst var fyrir Skjaldborg um verslunarmannahelgi hefur verið aðlöguð nýjum aðstæðum, og flyst hátíðin að þessu sinni til Reykjavíkur frá Patreksfirði á fordæmalausum tímum.

Dagskráin er hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR