Heim Fréttir RÁÐHERRANN tilnefnd til PRIX Europa verðlaunanna

RÁÐHERRANN tilnefnd til PRIX Europa verðlaunanna

-

Úr Ráðherranum (mynd: Lilja Jónsdóttir).

Þáttaröðin Ráðherrann sem framleidd er af Sagafilm er tilnefnd til evrópsku ljósvakaverðlaunanna PRIX Europa sem besta leikna sjónvarpsefnið.

Tilkynnt var um tilnefningar til PRIX Europa verðlaunanna í gær, 10. september. Verðlaunin verða afhent í Potsdam í október. RÚV hefur sýningar á þáttaröðinni sunnudaginn 20. september.

Ráðherrann fjallar um Benedikt Ríkarðsson, óhefðbundinn stjórnmálamann sem kemur eins og stormsveipur inn í íslensk stjórnmál með óvenjulegri nálgun í kosningabaráttu flokks síns. Eftir að hann kemst til valda fara einkenni geðhvarfa að koma fram í fari hans og hegðun.

Ólafur Darri Ólafsson fer með hlutverk ráðherrans en með önnur stór hlutverk í þáttunum fara Aníta Briem, Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson.

Leikstjórn var í höndum Nönnu Kristínar Magnúsdóttur og Arnórs Pálma Arnarsonar en handrit skrifuðu Birkir Blær Ingólfsson, Björg Magnúsdóttir og Jónas Margeir Ingólfsson. Ásgrímur Guðbjartsson stýrði kvikmyndatökunni og Kjartan Holm samdi tónlistina í þáttunum. Framleiðendur eru Anna Vigdís Gísladóttir, Hilmar Sigurðsson og Kjartan Þór Þórðarson.

Þáttaröðin er framleidd í samstarfi við RÚV, Cineflix Rights sem dreifir þáttunum á heimsvísu, DR, NRK, SVT, YLE, Lumiere, Kvikmyndamiðstöð Íslands, Nordisk Film and TV Fund og MEDIA Creative Europe og nýtur endurgreiðslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.