spot_img

RIFF hefst í dag

RIFF hefst í dag og stendur til 9. október. Á hátíðinni verða sýndar 70 myndir í fullri lengd frá 59 löndum, auk fjölda stuttmynda.

Opnunarmyndin er Vera eftir Tizza Covi og Rainer Frimmel. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrr í mánuðinum.

Hátíðinni lýkur 9. október með heimsfrumsýningu myndarinnar Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Elvar Aðalsteinsson.

Meðal heimsfrumsýndra mynda er heimildamyndin Exxtinction Emergency eftir Sigurjón Sighvatsson og Scott Hardie, sem sýnd verður 2. október. Myndin er fyrsta leikstjórnarverk Sigurjóns og fjallar um alþjóðlegu hreyfinguna Extinction Rebellion sem berst gegn loftslagsbreytingum með borgaralegri óhlýðni.

Sérstök áhersla verður á spænska kvikmyndagerð í ár og mun fjöldi spænskra kvikmyndagerðarmanna sækja hátíðina. Heiðursgestur hátíðarinnar er spænska stórleikonan Rossy de Palma, músa Pedró Almodóvars til áratuga og samverkakona úr Madrídarsenunni.

Heiðursverðlaunahafar RIFF í ár eru spænski leikstjórinn Albert Serra og hinn svissneski Alexandre O. Philippe sem kallaður hefur verið kvikmyndagerðarmaður kvikmyndagerðarmannanna.

Nánar má kynna sér dagskrá RIFF hér.

Dagskrá Bransadaga RIFF er hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR