spot_img

Andlát | Anna Theodóra Rögnvaldsdóttir 1953-2022

Anna Theodóra Rögnvaldsdóttir kvikmyndagerðarkona er látin, 69 ára að aldri.

Eftir hana liggja meðal annars leikna þáttaröðin Allir litir hafsins eru kaldir (2005) sem hún leikstýrði og skrifaði handrit að. Einnig gerði hún stuttmyndirnar Kalt borð (1998) og Hlaupaár (1994).

Anna starfaði einnig sem leikmyndahönnuður um árabil, meðal annars hjá RÚV. Hún hannaði leikmynd bíómyndarinnar Ingaló (1992) eftir Ásdísi Thoroddsen. Hún er jafnframt höfundur plakats og kynnningarefnis bíómyndarinnar Með allt á hreinu (1982) eftir Ágúst Guðmundsson.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR