Heim Fréttir "Munaðarleysingjahælið" hlaut Gullna lundann á RIFF

„Munaðarleysingjahælið“ hlaut Gullna lundann á RIFF

-

Katja Adomeit, framleiðandi kvikmyndarinnar The Orphange, tekur við Gullna lundanum (mynd: Juliette Rowland).

Verðlaunaafhending á RIFF 2019 fór fram í gærkvöldi og hlaut kvikmyndin Munaðarleysingjaheimilið (The Orphanage) eftir Shahrbanoo Sadat Gullna lundann, aðalverðlaun hátíðarinnar. Katja Adomeit framleiðandi myndarinnar var viðstödd afhendinguna og tók við verðlaununum.

Um myndina segir í umsögn dómnefndar:

Á seinni hluta níunda áratugarins býr hinn fimmtán ára Qodrat á götum Kabúls og selur bíómiða á svörtum markaði. Hann er mikill aðdáandi Bollywood mynda og lifir sig sterkt inn í uppáhalds atriðin úr myndunum. Dag einn fer lögreglan með hann á sovéska munaðarleysingjahælið. En stjórnmálaástandið er að breytast í Kabúl. Qodrat og öll börnin vilja verja heimili sitt.

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir afhenti verðlaunin og sagði að þrátt fyrir lítil fjárráð tækist kvikmyndagerðarmönnunum að endurskapa litríkan heim Afganistan tíunda áratugarins.

Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar ásamt myndunum Corpus Christi og Maternal.

Í flokknum Önnur framtíð vann myndin Ferðalangur að nóttu eftir Hassan Fazili. Dómnefndin minntist sérstaklega á myndina Guðirnir í Molenbeek.

Í flokknum Íslenskar stuttmyndir vann myndin Blaðberinn eftir Ninnu Pálmadóttur. Dómnefndin minntist einnig á stuttmyndina Gulrætur eftir Berg Árnason.

Í flokknum Gullna eggið vann myndin Muero Por Volver eftir Javier Marco.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Ástralska útgáfan af HRÚTUM gerir það gott í heimalandinu, Sam Neill tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki

Rams, ástralska útgáfan af Hrútum Gríms Hákonarsonar með Sam Neill í aðalhlutverki, er að gera það gott í kvikmyndahúsum Ástralíu þessa dagana. Myndin opnaði í efsta sæti og hefur nú verið sýnd í fimm vikur við miklar vinsældir.

Stiklur þriggja væntanlegra heimildamynda, SÓLVEIG MÍN, HÆKKUM RÁNA og THE AMAZING TRUTH ABOUT DADDY GREEN

IDFA heimildamyndahátíðin sem nú stendur yfir, hefur birt stiklu þar sem þrjár væntanlegar íslenskar heimildamyndir eru kynntar, Sólveig mín eftir Körnu Sigurðardóttur og Claire Lemaire Anspach, Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson og The Amazing Truth about Daddy Green eftir Olaf de Fleur. Stikluna má skoða hér.