Andlát: Ingvar Lundberg hljóðmaður

Ingvar Lundberg hljóðmaður lést á líknardeild Landspítalans þann 7. júlí, 56 ára að aldri.

Ingvar kom að hljóðvinnslu og hljóðhönnun fjölda íslenskra bíómynda og heimildamynda allt frá upphafi tíunda áratugsins, líkt og sjá má hér. Hans síðasta verk var hljóðvinnsla kvikmyndarinnar Dýrsins og hlaut hann, ásamt Birni Viktorssyni, tilnefningu til Edduverðlauna í ár fyrir verkið.

Ingvar var einnig hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Sue Ellen. Hann lætur eftir sig eiginkonu og unga dóttur.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR