Ásta Hafþórsdóttir hlaut Amanda verðlaunin fyrir bestu förðun

Ásta Hafþórsdóttir hlaut um helgina norsku kvikmyndaverðlaunin, Amanda, fyrir bestu förðun í kvikmyndinni Alle hater Johan.

Í fyrra hlaut Ásta Gullna skjáinn (Gullruten), sjónvarpsverðlaun Norðmanna, fyrir förðun í þáttaröðinni Beforeigners sem norska framleiðslufyrirtækið Rubicon gerði fyrir HBO. Hún hefur starfað í norskum kvikmyndaiðnaði um árabil.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR