Ásta Hafþórsdóttir hlaut Gullna skjáinn fyrir förðun í BEFOREIGNERS

Ásta Hafþórsdóttir hlaut í gær Gullna skjáinn (Gullruten), sjónvarpsverðlaun Norðmanna, fyrir förðun í þáttaröðinni Beforeigners sem norska framleiðslufyrirtækið Rubicon gerði fyrir HBO.

Ásta hefur um árabil starfað í norskum kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði og rekur þar fyrirtækið Makeup Design Studio, en áður vann hún við fjölmargar íslenskar kvikmyndir og þáttaraðir. Nú síðast var hún förðunarmeistari í þáttaröðinni Velkommen til Utmark sem Dagur Kári leikstýrir fyrir HBO.

Nokkrir Íslendingar tóku þátt í því verkefni auk Dags Kára og Ástu. Margrét Einarsdóttir sá um búninga, Pétur Ben um tónlist og Sverrir Kristjánsson var meðal klippara.

Ásta var einnig tilnefnd fyrir aðra þáttaröð, Søstrene ser på TV, sem framleidd var af NRK, norska ríkisútvarpinu. Lista yfir fagverðlaunahafa og tilnefnda má skoða hér.

Hér að neðan má sjá Ástu taka við verðlaununum.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR