Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave fór fram í fjórtánda sinn um síðustu helgi í Frystiklefanum á Rifi í Snæfellsbæ.
Eftirtalin verk fengu verðlaun:
Besta íslenska stuttmynd – “Days without” eftir Ívar Erik Yeoman
Besta alþjóðlega stuttmynd – “Single Horn” eftir Mohamad Kamal Alavi (Íran)
Besta íslenska tónlistarmyndbandið – Birnir Spurningar ft. Páll Óskar, leikstjóri: Magnús Leifsson
Sérstök viðurkenning – “Scale” eftir Joseph Pierce (Frakkland)
Á hátíðinni voru sýndar stuttmyndir hvaðanæva að úr heiminum auk íslenskra tónlistarmyndbanda.
Heiðursgestur hátíðarinnar var Einar Snorri ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður og hluti af tvíeykinu Snorri Bros en Einar Snorri sýndi stutta heimildarmynd um uppfinningu hans og Eiðs Snorra sem gengur undir nafninu Snorri Cam og hefur verið notað í tugi alþjóðlegra kvikmynda (Spiderman, Blonde, James Bond, Requiem for a Dream og Armageddon) tónlistarmyndbanda og var fyrst notuð í kvikmyndinni Pi eftir Darren Aronofsky.
Þá tóku rúmlega tuttugu norrænar kvikmyndagerðarkonur þátt í vinnustofu á vegum hátíðarinnar undir yfirskriftinni Norrænar stelpur skjóta. Þátttakendur voru frá Færeyjum, Grænlandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi. Vinnusmiðjunni er ætlað að valdefla og styrkja tengslanet ungra norrænna kvenna í kvikmyndagerð sem eru að stíga sín fyrstu skref.