Einar Snorri ræðir Snorracam og ferilinn í meistaraspjalli á Northern Wave

Á Northern Wave hátíðinni sem fram fer 11.-13. nóvember á Snæfellsnesi mun Einar Snorri úr Snorri Brothers tvíeykinu, sem hann skipar ásamt Eiði Snorra, ræða feril sinn í meistaraspjalli við Dögg Mósesdóttur stjórnanda hátíðarinnar.

Einar Snorri er þekktur fyrir einstakan sjónrænan stíl og gott auga fyrir fagurfræði. Hann hefur tekið ljósmyndir sem partur af Snorri Brothers dúóinu fyrir tímarit á borð við Spin, Rolling Stone, Dazed & Confused og Interview og unnið með listamönnum á borð við Green Day, The Fugees, Soundgarden, Björk, DJ Shadow, The Roots og Michael Stipe. Einar Snorri hefur tekið upp og leikstýrt auglýsingum og tónlistarmyndböndum bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum í samstarfi við ýmsa fagaðila þarlendis. Hljómsveitir sem hann hefur starfað fyrir eru meðal annars R.E.M. og íslenskar hljómsveitir eins og GusGus, Högni og Krummi svo eitthvað sé nefnt.

Einar Snorri mun segja frá ferli sínum laugardaginn 12. nóvember í Frystiklefanum, þar sem hann mun einnig sýna stutta heimildamynd um uppfinninguna sína: The Snorri Cam. Um er að ræða tökuvél sem hefur verið notuð í ótalmörgum tónlistarmyndböndum og Hollywood bíómyndum (t.d. Pi, Requiem for a Dream og Armageddon).

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR