Daði Einarsson og teymi fá BAFTA verðlaun fyrir myndbrellur í THE WITCHER

Daði Einarsson hjá RVX hlaut í kvöld BAFTA verðlaun fyrir tæknibrellur í Netflix-þáttunum The Witcher.

BAFTA verðlaunin (e. The British Academy Film Awards) eru verðlaun sem Breska akademían veitir fyrir framúrskarandi sjónvarps- og kvikmyndagerð.

Aðrir Íslendingar sem hafa hlotið verðlaunin eru m.a. Ólafur Arnalds fyrir tónlistina í þáttunum Broadchurch, Valdís Óskarsdóttir fyrir klippingu kvikmyndarinnar The Eternal Sunshine of the Spotless Mind og Hildur Guðnadóttir fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker.

Daði hefur einnig gert tæknibrellur í stórmyndunum Gravity og Everest og í þáttum á borð við Ófærð og Hunters.

Daði hlaut verðlaunin ásamt Gavin Round, Aleksander Pejic, Oliver Cubbage, Stefano Pepin, og Jet Omoshebi.

RÚV segir frá.

HEIMILDruv.is
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR