spot_img

Ólöf Birna Torfadóttir: „Ekki eins og ég fái núna allt upp í hendurnar“

Ólöf Birna Torfadóttir er nú í tökum á annarri bíómynd sinni, Topp tíu möst. Mannlíf ræddi við hana. Óskar Hinrik Long Jóhannsson er framleiðandi fyrir hönd Myrkva mynda.

Á vef Mannlífs segir Ólöf meðal annars þetta:

„Í stuttu máli fjallar myndin um Örnu, konu á sextugsaldri, sem er orðin frekar stöðnuð í lífinu og allir dagar virðast eins. Á sama tíma kynnumst við Mjöll sem er þrítugur fangi sem stanslaust virðist koma sér í vandræði,“ sagði Ólöf um söguþráð myndarinnar. „Dag einn ákveður Arna að grípa til róttækra aðgerða, hoppar upp í bíl og leggur af stað í ferðalag þar sem hún hyggst ætla að fylla út óskalista yfir hluti sem hún hefur aldrei gert áður og langar að enda á Austfjörðum þar sem hún hefur aldrei komið þar áður. Á sama tíma fær Mjöll þær fréttir í fangelsinu að barnsfaðir hennar sem býr á Egilsstöðum vill að nýja konan hans ættleiði dóttur þeirra. Mjöll flýr því úr fangelsinu og á bensínstöð á leið út úr bænum finnur hún sér far í bíl Örnu. Þær stöllur verða svo óvanalegt vinapar og saman ferðast þær þvert yfir landið og fylla út topp 10 möst listann,“ en aðalleikarar myndinnar eru Helga Braga Jónsdóttir og Tanja Björk Ómarsdóttir. Með þeim eru svo Björn Ingi Hilmarsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Orri Huginn Ágústsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir.

En hvað er við þessa sögu sem heillar Ólöfu svo mikið?

„Það sem heillar mig mest er sagan, hversu margþátta hún er, snertir á ýmsum málefnum sem kannski er ekki oft talað sérstaklega mikið um, sem eru samt málefni sem flestir tengja við á einn eða annan hátt. Mér finnst heillandi hvað karakterarnir eru mannlegir, hversu auðvelt er að tengja við þá. Þrátt fyrir óhefðbundnar aðstæður þá meikar þeirra vinátta svo mikið sens. Ég elska söguna þeirra á milli og tenginguna sem þær mynda og hvað þær verða fyrir hvor aðra.“

HEIMILDMannlíf
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR