Rás 2 um „Blóðberg“: Mannleg mynd sem snertir strengi

Hilmar Jónsson í Blóðberg.
Hilmar Jónsson í Blóðberg.

Hulda Geirsdóttir gagnrýnandi Popplands á Rás 2 fjallar um Blóðberg og segir hana vel leikna og snerta streng í hjarta áhorfandans.

Hulda segir meðal annars:

Sagan sem slík virkar nokkuð fyrirsjáanleg til að byrja með en kemur svo skemmtilega á óvart og veltir upp nýjum spurningum. Að ósekju hefði mátt þétta handritið og framvinduna aðeins, en það sem upp úr stendur er magnaður leikur Hilmars Jónssonar sem túlkar hinn ráðvillta rithöfund af stakri næmni og snilld. Er það fyrst og fremst leikur Hilmars sem lyftir Blóðgbergi úr þremur stjörnum upp í fjórar.

Sjá og hlusta nánar hér: Blóðberg: Mannleg mynd sem snertir strengi | RÚV.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR