Heimildamynd Baldvins Z „Reynir sterki“ í tökum frá 7. júlí

Reynir Örn Leósson - "Reynir sterki".
Reynir Örn Leósson – „Reynir sterki“.

Baldvin Z er að hefja tökur á heimildamyndinni Reynir sterki. Myndin fjallar um ævi Reynis Arnars Leóssonar, sem var betur þekktur sem Reynir sterki. Zetafilm, fyrirtæki Baldvins, framleiðir myndina með stuðningi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Baldvin segir um verkefnið:

Ævi hans var sveipuð dulúð og yfirnátturulegum öflum sem engin hefur getur útskýrt eða skilið. Fyrir utan heimsmetin sem hann setti, þá er sagan um utangarðsmanninn sem þráði viðurkenningu frá samfélaginu ekki síður spennandi.

Áætlað er að myndin verði frumsýnd jólin 2015 í kvikmyndahúsum landsins.

Athugasemdir

álit