spot_img

„París norðursins“ frumsýnd á Karlovy Vary

G. Magni Ágústsson tökumaður og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri filma París norðursins á Vestfjörðukm í fyrrasumar.
G. Magni Ágústsson tökumaður og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri filma París norðursins á Vestfjörðum í fyrrasumar.

Önnur bíómynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, París norðursins, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary sem fram fer í Tékklandi 4.-12. júlí næstkomandi.

Myndinni er svo lýst:

Hugi hefur fundið skjól frá flækjum lífsins í litlu, kyrrlátu þorpi úti á landi, sækir AA fundi, lærir portúgölsku og kann ágætlega við sig í fásinninu. Þegar hann fær símhringingu frá föður sínum sem boðar komu sína er hið einfalda líf skyndilega í uppnámi.

Fyrsta mynd Hafsteins, Á annan veg, hefur verið sýnd á yfir 50 hátíðum um allan heim og var endurgerð í Bandaríkjunum undir heitinu Prince Avalanche.

Karlovy Vary er í hópi virtustu kvikmyndahátíða heims. Í fyrra hlaut Ólafur Darri Ólafsson verðlaun þar sem besti leikarinn fyrir XL og 2007 hlaut Mýrin aðalverðlaun hátíðarinnar, Kristallshnöttinn, sem besta mynd.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR