Júlíus Kemp í dómnefnd svissneskrar fantasíuhátíðar

Júlíus Kemp leikstjóri og framleiðandi.
Júlíus Kemp leikstjóri og framleiðandi.

Júlíus Kemp leikstjóri og framleiðandi hefur verið valinn í dómnefnd Neuchâtel International Fantastic Film Festival (NIFFF) sem fram fer í fjórtánda skiptið í Sviss dagana 4.-12. júlí.

Hátíðin leggur sérstaka áherslu á fantasíumyndir, myndir frá Asíu og það sem þau kalla „myndir framtíðarinnar“, þ.e. kvikmyndir sem leggja sérstaka áherslu á stafræna vinnslu.

Heiðursgestir hátíðarinnar í ár verða George R. R. Martin, höfundur Game of Thrones og Kevin Smith leikstjóri.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR