Stikla fyrir “Iceland Aurora”

Rammi úr Iceland Aurora.

Rammi úr Iceland Aurora.

Stemmningsmyndin Iceland Aurora er væntanleg í sumar en á bakvið hana standa kvikmyndagerðarmennirnir Snorri Þór Tryggvason, Arnþór Tryggvason og Pétur K. Guðmundsson sem einnig gerði aðra stemmningsmynd, Heild, sem sýnd var í Háskólabíói fyrr á árinu. Auk þeirra kemur André Luiz vefhönnuður að verkefninu.

Myndin byggir á time-lapse tökum af norðurljósum víðsvegar um landið. Stiklan hefur verið opinberuð en tónlistina við hana gerði Pétur Jónsson hjá Anthemico Records.

Athugasemdir

álit

Tengt efni