Heimsókn Ulrich Seidl, „The Innocents“ og kúbönsk kvikmyndavika í Bíó Paradís

Þetta ber hæst í dagskrá Bíó Paradísar um helgina:

Ulrich Seidl leikstjóri.
Ulrich Seidl leikstjóri.

Heiðurshelgi með Ulrich Seidl

Helgina 22. – 24 nóvember mun hinn margverðlaunaði austurríski leikstjóri Ulrich Seidl koma til Íslands þar sem hann mun opna síðustu myndina í Paradísar tríólógíunni Paradís: Von.  Paradís: Ást og Paradís: Trú hafa gengið vel í bíóinu á haustmánuðum. Sjá nánar hér.

Kúbönsk kvikmyndavika

Kúbönsk kvikmyndavika verður í Bíó Paradís dagana 21. – 26. nóvember. Sýndar verða sex nýlegar kvikmyndir, allar með enskum texta. Kúbanir hafa framleitt töluvert af kvikmyndum síðan 1960, sérstaklega fyrstu árin eftir byltingu og síðustu tvo áratugi samfara endurmati á ýmsu sem aflaga hafði farið á Kúbu. Ein þeirra var kvikmynd Tomás Gutiérrez Aléas, Jarðaber og súkkulaði (1994) sem tilnefnd var til Óskarsverðlaunanna. Sjá nánar hér: Kúbönsk kvikmyndavika.

The Innocents á Svörtum sunnudegi

Hin magnaða hrollvekja Jack Clayton, The Innocents frá 1961, verður sýnd á sunnudagskvöld kl. 20. Myndin fjallar um barnfóstru sem sér um tvö ung börn, sem á í vandræðum með að bæla niður míðursýkislega trú sína á það að þau séu í raun andsetin af illum öndum dauðra manna.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR