Tímamót hjá Rögnu Fossberg

Ragna Fossberg farðar Gísla Martein Baldursson á síðustu vaktinni 1. febrúar 2019. (Mynd: RÚV)

Ragna Fossberg förðunarmeistari tók síðustu vaktina hjá RÚV í gær, en hún hefur unnið hjá Sjónvarpinu í nær hálfa öld, auk þess að hafa tekið þátt í fjölda kvikmyndaverka. Fréttablaðið birtir ítarlegt viðtal við hana þar sem hún fer yfir líf og störf.

Óhætt er að kalla Rögnu einn af máttarstólpum íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransans. Auk starfa sinna hjá Sjónvarpinu (nú RÚV) hefur hún séð um förðun, hárgreiðslu og gervi í vel á fjórða tug kvikmynda og þáttaraða, allt frá Blóðrauðu sólarlagi (1977) til Tryggðar (2019). Hún hefur alls fimm sinnum hlotið Edduverðlaunin fyrir framlag sitt (2008, 2010, 2012, 2013, 2017, auk þess að fá heiðursverðlaun Eddunnar 2016.

Í viðtalinu ræðir Ragna um starf sitt og segir frá óvenjulegri og dramatískri fjölskyldusögu.

Viðtalið má lesa hér: visir.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR