Stikla „Afans“ opinberuð

afinn-plakat-cropSýningar hefjast 26. september á kvikmyndinni Afinn með Sigurði Sigurjónssyni í aðalhlutverki. Bjarni Haukur Þórsson leikstýrir eftir eigin handriti sem aftur byggir á samnefndu leikriti hans.

Afinn er gaman-drama og seg­ir frá Guðjóni sem lifað hef­ur ör­uggu lífi. Allt í einu blas­ir eft­ir­launa­ald­ur­inn við hon­um. Erfiðleik­ar koma upp í hjóna­band­inu, hann þolir ekki tilvonandi tengdasoninn og svo framvegis. Í ör­vænt­ingu sinni í leit að lífs­fyll­ingu og til­gangi ligg­ur leið hans meðal ann­ars til Spán­ar, í heim­speki­deild Há­skóla Íslands og á Land­spít­al­ann.

Í öðru helstu hlutverkum eru Þorsteinn Bachmann, Sigrún Edda Björnsdóttir, Steinþór Hróar Steinþórsson (Steindi jr) Tinna Sverrisdóttir og Jón Gnarr Jónsson (jr).

Stiku myndarinnar má sjá hér að neðan.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR