Hljóðver Gunnars Árnasonar fær Dolby Atmos vottun

Hljóðver Gunnars Árnasonar, Upptekið, hefur fengið Dolby Atmos vottun og af því tilefni ræddi Ormar Páll Ormarsson hjá Morgunblaðinu við hljóðmeistarann.

Af mbl.is:

Í Mela­hvarfi í Kópa­vogi er risið fyrsta hljóðverið á Íslandi sem er með Dol­by At­mos-vott­un. Eig­andi þess, Gunn­ar Árna­son, seg­ir ófá hand­tök­in að baki en um sé að ræða bylt­ingu á sviði hljóðvinnslu hér á landi. Hljóðið smýg­ur þarna inn að beini.

„Hljóð sem þú finn­ur fyr­ir,“ seg­ir í kynn­ing­ar­mynd­bandi alþjóðlega hljóðfyr­ir­tæk­is­ins Dol­by á stóru tjald­inu. Orð að sönnu. Mér finnst hljóðið vera í eyr­un­um á mér, í höfðinu, mag­an­um, hjart­anu og svei mér ef ég finn ekki fyr­ir því í tán­um líka. Ég er all­ur löðrandi í hljóði! Hljóðið er líka allt í kring­um mig og mér líður eins og ég sé þess um­kom­inn að grípa það á lofti og þreifa á því.

Rúmt er um gesti í nýja hljóðverinu.
Rúmt er um gesti í nýja hljóðver­inu. Árni Sæ­berg

Við erum fjór­ir inni í hljóðver­inu hans Gunn­ars Árna­son­ar í Upp­tekið í Mela­hvarfi í Kópa­vogi. Eig­and­inn, ég, Árni Sæ­berg ljós­mynd­ari og hvolp­ur­inn Pjakk­ur, þriggja mánaða táp­mik­ill írsk­ur setter í eigu Gunn­ars. Á þessu and­ar­taki gleym­ir hann því að lífið sé leik­ur; sit­ur bara stillt­ur á strák sín­um og hlust­ar. Eins og við hinir. „Hvaðan kom hljóðið? Hvert er það að fara? Hvað er það? Hvernig var þetta hægt?“ eins og Ad­olf Ingi myndi vís­ast spyrja, væri hann þarna með okk­ur.

32 „surround“-hátal­ar­ar af gerðinni JBL eru í hljóðver­inu. Til sam­an­b­urðar má nefna að 20 slík­ir hátal­ar­ar eru í stóra saln­um í Há­skóla­bíói, sem tek­ur um þúsund manns í sæti. Við erum að tala um 13 þúsund vött í há­töl­ur­un­um sjálf­um og helm­ingi fleiri vött í mögn­ur­um. Hver og einn hátal­ari er á sér­magnara, þannig að hljóðið ferðast mjög auðveld­lega á milli þeirra, svo sem glöggt má heyra. Þarna eru líka sex bassa­hátal­ar­ar í 55 fer­metra rými, með um fimm metra loft­hæð frá lægsta punkti. Sitj­andi þarna inni skil­ur maður hvað þeir hjá Dol­by eru að fara þegar þeir full­yrða að hljóðið sé hjartað í bíó­inu. Dol­by At­mos, kall­ast þetta. Maður lif­andi, Dol­by At­mos.

Christian Lerch, þýskur sérfræðingur frá Dolby, ásamt Einari Gíslasyni og …
Christian Lerch, þýsk­ur sér­fræðing­ur frá Dol­by, ásamt Ein­ari Gísla­syni og Gunn­ari sjálf­um. Árni Sæ­berg

Fljót­andi gólf

Að sögn Gunn­ars er um 35-40% meiri búnað að ræða en í Dol­by At­mos-bíói enda meiri kröf­ur gerðar til hljóðvers af þessu tagi. Mix­er­inn er sá eini sinn­ar teg­und­ar á land­inu sem og vél­búnaður­inn sem er notaður í hljóðver­inu.

Gólfið í hljóðver­inu er fljót­andi, fimm senti­metra rauf er á milli plöt­unn­ar og næstu plötu í hús­inu og gúmmí sett á milli. Þannig er hvert her­bergi í hús­inu byggt á sér­stakri gólf­plötu. Gluggi er á hljóðver­inu enda seg­ir Gunn­ar dags­birt­una skipta sköp­um í löng­um vinnutörn­um. Glerið er átt­falt, sex­falt í hljóðver­inu og tvö­falt í hús­inu sjálfu utan um það. Þannig að stríð gæti hæg­lega geisað inni án þess að veg­far­end­ur yrðu þess var­ir.

Við hlið hljóðvers­ins hef­ur verið tek­inn grunn­ur og þar ætla Gunn­ar og Stef­an­ía Björk Sig­fús­dótt­ir, kær­asta hans, að reisa sér íbúðar­hús og gesta­hús og er fyr­ir­hugað að fram­kvæmd­ir hefj­ist á þessu ári. Það er gott að búa í Kópa­vogi, segja þeir. Hvað þá þegar vinn­an manns er í næsta húsi.

Eddurnar fjórar sem Gunnar hefur hlotið fyrir hljóðvinnslu.
Edd­urn­ar fjór­ar sem Gunn­ar hef­ur hlotið fyr­ir hljóðvinnslu. Árni Sæ­berg

Hann tók hljóðverið fyrst í notk­un fyr­ir tveim­ur árum með venju­legu bíó­kerfi en fjór­tán mánuði tók að upp­færa það í Dol­by At­mos. „Ætli ég sé ekki bú­inn að skrúfa hátal­ar­ana upp og stilla þá átta sinn­um. Maður fær litl­ar leiðbein­ing­ar frá Dol­by, þeir eru meira eins og bygg­ing­ar­full­trúi sem tek­ur verkið út. Þeir teikna stúd­íóið ekki upp fyr­ir mann en eru samt mjög hjálp­leg­ir. Þess utan leitaði ég til margra koll­ega sem ég þekki er­lend­is. Ég vissi ekki neitt þegar ég byrjaði en hélt hell­ing. Ég áttaði mig til dæm­is ekki á því að ég þyrfti svona svaka­lega marga hátal­ara og magnara. Þetta ferli var mjög lær­dóms­ríkt,“ seg­ir Gunn­ar sem sendi fyrstu fyr­ir­spurn­ina út til Dol­by í nóv­em­ber 2016 en þá var hljóðverið enn þá á teikni­borðinu.

Sér til halds og trausts hafði Gunn­ar vin sinn Ein­ar Gísla­son, sem er spreng­lærður raf­einda­virki og raf­magnsiðnfræðing­ur. „Hann var með mér í eitt og hálft ár að gera og græja,“ seg­ir Gunn­ar en þess má geta að aðeins tveir bíósal­ir á land­inu eru með sama kerfi, stóru sal­irn­ir í Laug­ar­ás- og Smára­bíói. Sjálf­ur reyn­ir Gunn­ar að sjá helstu mynd­ir í þeim söl­um, til dæm­is tón­list­ar­mynd­ina Bohem­ian Rhapso­dy. „Ég naut þess í botn. Al­veg geggjað hljóð.“

Gunnar í setustofunni, þar sem úir og grúir af hljóðfærum …
Gunn­ar í setu­stof­unni, þar sem úir og grú­ir af hljóðfær­um og öðrum ger­sem­um. Árni Sæ­berg

Náði gegn­um nál­ar­augað

Nú í des­em­ber kom sér­fræðing­ur frá Dol­by til lands­ins til að taka hljóðverið út með vott­un í huga. Hann var sett­ur í vinnu­sótt­kví á staðnum og skoðaði hljóðverið í hólf og gólf. Fór til dæm­is með vind­sæng um all­an sal til að finna berg­mál. Á end­an­um náði hljóðverið gegn­um nál­ar­augað og hlaut vott­un. „Hann var mjög hrif­inn,“ seg­ir Gunn­ar

Hljóðver Gunn­ars er það fyrsta á Íslandi sem hlýt­ur Dol­by At­mos-vott­un og aðeins það sjö­unda á Norður­lönd­un­um; Sví­ar eiga til dæm­is ekki neitt slíkt hljóðver. „Ég held að ég geti líka full­yrt að þetta sé eina vottaða stúd­íóið í einka­eigu í heim­in­um. Ætli það sé ekki bara gamla góða ís­lenska brjálæðið,“ seg­ir hann.

Yrði rosa­leg vit­leysa

Að sögn Gunn­ars skipt­ir vott­un­in öllu máli þegar kem­ur að því að kynna og aug­lýsa hljóðverið til leigu. „Þegar maður er kom­inn með vott­un­ina fær maður ekki leng­ur fag­leg­ar fyr­ir­spurn­ir um tæki og tól frá út­lend­ing­um, held­ur bara hvort lík­ams­rækt sé í grennd­inni eða góðir veit­ingastaðir.“

Gunnar tekur upp í minna hljóðverinu í Melahvarfi.
Gunn­ar tek­ur upp í minna hljóðver­inu í Mela­hvarfi. Árni Sæ­berg

Þrír staðlar eru af Dol­by At­mos-hljóðver­um. Í fyrsta lagi lít­il hljóðver sem Dol­by tek­ur ekki sér­stak­lega út. Þar má hljóðblanda fyr­ir sjón­varp og Blu Ray-diska. Í öðru lagi hljóðver eins og Gunn­ars, sem eru að lág­marki 45 fer­metr­ar og 150 rúm­metr­ar. Í þeim má hljóðblanda kvik­mynd­ir. Í þriðja lagi hljóðver sem eru að lág­marki 75 fer­metr­ar og og 300 rúm­metr­ar með mjög stórt tjald. Að sögn Gunn­ars eru mjög fá slík hljóðver í heim­in­um, varla fleiri en þrjá­tíu til fjöru­tíu.

– Er það næsta skref hjá þér?

„Sko,“ svar­ar hann sposk­ur. „Núna er þetta komið. Ég get þó viður­kennt að ég er bú­inn að fylla út excel-skjalið frá Dol­by fyr­ir stóra stúd­íóið. Það yrði samt rosa­leg vit­leysa.“

Gunn­ar seg­ir að hljóðverið sé mik­il bylt­ing fyr­ir hljóðvinnslu á Íslandi en fyrsta kvik­mynd­in sem var hljóðblönduð þar var Agnes Joy eft­ir Silju Hauks­dótt­ur. Hann veit ekki hvenær fyrsta mynd­in verður hljóðblönduð í Dol­by At­mos en helst þyrfti það að vera brjáluð has­ar­mynd. „Það yrðu að vera spreng­ing­ar, elt­ing­ar­leik­ur og læti til að fá sem mest út úr græj­un­um.“

HEIMILDMbl.is
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR