spot_img

Hljóðver Gunnars Árnasonar fær Dolby Atmos vottun

Hljóðver Gunnars Árnasonar, Upptekið, hefur fengið Dolby Atmos vottun og af því tilefni ræddi Ormar Páll Ormarsson hjá Morgunblaðinu við hljóðmeistarann.

Af mbl.is:

Í Mela­hvarfi í Kópa­vogi er risið fyrsta hljóðverið á Íslandi sem er með Dol­by At­mos-vott­un. Eig­andi þess, Gunn­ar Árna­son, seg­ir ófá hand­tök­in að baki en um sé að ræða bylt­ingu á sviði hljóðvinnslu hér á landi. Hljóðið smýg­ur þarna inn að beini.

„Hljóð sem þú finn­ur fyr­ir,“ seg­ir í kynn­ing­ar­mynd­bandi alþjóðlega hljóðfyr­ir­tæk­is­ins Dol­by á stóru tjald­inu. Orð að sönnu. Mér finnst hljóðið vera í eyr­un­um á mér, í höfðinu, mag­an­um, hjart­anu og svei mér ef ég finn ekki fyr­ir því í tán­um líka. Ég er all­ur löðrandi í hljóði! Hljóðið er líka allt í kring­um mig og mér líður eins og ég sé þess um­kom­inn að grípa það á lofti og þreifa á því.

Rúmt er um gesti í nýja hljóðverinu.
Rúmt er um gesti í nýja hljóðver­inu. Árni Sæ­berg

Við erum fjór­ir inni í hljóðver­inu hans Gunn­ars Árna­son­ar í Upp­tekið í Mela­hvarfi í Kópa­vogi. Eig­and­inn, ég, Árni Sæ­berg ljós­mynd­ari og hvolp­ur­inn Pjakk­ur, þriggja mánaða táp­mik­ill írsk­ur setter í eigu Gunn­ars. Á þessu and­ar­taki gleym­ir hann því að lífið sé leik­ur; sit­ur bara stillt­ur á strák sín­um og hlust­ar. Eins og við hinir. „Hvaðan kom hljóðið? Hvert er það að fara? Hvað er það? Hvernig var þetta hægt?“ eins og Ad­olf Ingi myndi vís­ast spyrja, væri hann þarna með okk­ur.

32 „surround“-hátal­ar­ar af gerðinni JBL eru í hljóðver­inu. Til sam­an­b­urðar má nefna að 20 slík­ir hátal­ar­ar eru í stóra saln­um í Há­skóla­bíói, sem tek­ur um þúsund manns í sæti. Við erum að tala um 13 þúsund vött í há­töl­ur­un­um sjálf­um og helm­ingi fleiri vött í mögn­ur­um. Hver og einn hátal­ari er á sér­magnara, þannig að hljóðið ferðast mjög auðveld­lega á milli þeirra, svo sem glöggt má heyra. Þarna eru líka sex bassa­hátal­ar­ar í 55 fer­metra rými, með um fimm metra loft­hæð frá lægsta punkti. Sitj­andi þarna inni skil­ur maður hvað þeir hjá Dol­by eru að fara þegar þeir full­yrða að hljóðið sé hjartað í bíó­inu. Dol­by At­mos, kall­ast þetta. Maður lif­andi, Dol­by At­mos.

Christian Lerch, þýskur sérfræðingur frá Dolby, ásamt Einari Gíslasyni og …
Christian Lerch, þýsk­ur sér­fræðing­ur frá Dol­by, ásamt Ein­ari Gísla­syni og Gunn­ari sjálf­um. Árni Sæ­berg

Fljót­andi gólf

Að sögn Gunn­ars er um 35-40% meiri búnað að ræða en í Dol­by At­mos-bíói enda meiri kröf­ur gerðar til hljóðvers af þessu tagi. Mix­er­inn er sá eini sinn­ar teg­und­ar á land­inu sem og vél­búnaður­inn sem er notaður í hljóðver­inu.

Gólfið í hljóðver­inu er fljót­andi, fimm senti­metra rauf er á milli plöt­unn­ar og næstu plötu í hús­inu og gúmmí sett á milli. Þannig er hvert her­bergi í hús­inu byggt á sér­stakri gólf­plötu. Gluggi er á hljóðver­inu enda seg­ir Gunn­ar dags­birt­una skipta sköp­um í löng­um vinnutörn­um. Glerið er átt­falt, sex­falt í hljóðver­inu og tvö­falt í hús­inu sjálfu utan um það. Þannig að stríð gæti hæg­lega geisað inni án þess að veg­far­end­ur yrðu þess var­ir.

Við hlið hljóðvers­ins hef­ur verið tek­inn grunn­ur og þar ætla Gunn­ar og Stef­an­ía Björk Sig­fús­dótt­ir, kær­asta hans, að reisa sér íbúðar­hús og gesta­hús og er fyr­ir­hugað að fram­kvæmd­ir hefj­ist á þessu ári. Það er gott að búa í Kópa­vogi, segja þeir. Hvað þá þegar vinn­an manns er í næsta húsi.

Eddurnar fjórar sem Gunnar hefur hlotið fyrir hljóðvinnslu.
Edd­urn­ar fjór­ar sem Gunn­ar hef­ur hlotið fyr­ir hljóðvinnslu. Árni Sæ­berg

Hann tók hljóðverið fyrst í notk­un fyr­ir tveim­ur árum með venju­legu bíó­kerfi en fjór­tán mánuði tók að upp­færa það í Dol­by At­mos. „Ætli ég sé ekki bú­inn að skrúfa hátal­ar­ana upp og stilla þá átta sinn­um. Maður fær litl­ar leiðbein­ing­ar frá Dol­by, þeir eru meira eins og bygg­ing­ar­full­trúi sem tek­ur verkið út. Þeir teikna stúd­íóið ekki upp fyr­ir mann en eru samt mjög hjálp­leg­ir. Þess utan leitaði ég til margra koll­ega sem ég þekki er­lend­is. Ég vissi ekki neitt þegar ég byrjaði en hélt hell­ing. Ég áttaði mig til dæm­is ekki á því að ég þyrfti svona svaka­lega marga hátal­ara og magnara. Þetta ferli var mjög lær­dóms­ríkt,“ seg­ir Gunn­ar sem sendi fyrstu fyr­ir­spurn­ina út til Dol­by í nóv­em­ber 2016 en þá var hljóðverið enn þá á teikni­borðinu.

Sér til halds og trausts hafði Gunn­ar vin sinn Ein­ar Gísla­son, sem er spreng­lærður raf­einda­virki og raf­magnsiðnfræðing­ur. „Hann var með mér í eitt og hálft ár að gera og græja,“ seg­ir Gunn­ar en þess má geta að aðeins tveir bíósal­ir á land­inu eru með sama kerfi, stóru sal­irn­ir í Laug­ar­ás- og Smára­bíói. Sjálf­ur reyn­ir Gunn­ar að sjá helstu mynd­ir í þeim söl­um, til dæm­is tón­list­ar­mynd­ina Bohem­ian Rhapso­dy. „Ég naut þess í botn. Al­veg geggjað hljóð.“

Gunnar í setustofunni, þar sem úir og grúir af hljóðfærum …
Gunn­ar í setu­stof­unni, þar sem úir og grú­ir af hljóðfær­um og öðrum ger­sem­um. Árni Sæ­berg

Náði gegn­um nál­ar­augað

Nú í des­em­ber kom sér­fræðing­ur frá Dol­by til lands­ins til að taka hljóðverið út með vott­un í huga. Hann var sett­ur í vinnu­sótt­kví á staðnum og skoðaði hljóðverið í hólf og gólf. Fór til dæm­is með vind­sæng um all­an sal til að finna berg­mál. Á end­an­um náði hljóðverið gegn­um nál­ar­augað og hlaut vott­un. „Hann var mjög hrif­inn,“ seg­ir Gunn­ar

Hljóðver Gunn­ars er það fyrsta á Íslandi sem hlýt­ur Dol­by At­mos-vott­un og aðeins það sjö­unda á Norður­lönd­un­um; Sví­ar eiga til dæm­is ekki neitt slíkt hljóðver. „Ég held að ég geti líka full­yrt að þetta sé eina vottaða stúd­íóið í einka­eigu í heim­in­um. Ætli það sé ekki bara gamla góða ís­lenska brjálæðið,“ seg­ir hann.

Yrði rosa­leg vit­leysa

Að sögn Gunn­ars skipt­ir vott­un­in öllu máli þegar kem­ur að því að kynna og aug­lýsa hljóðverið til leigu. „Þegar maður er kom­inn með vott­un­ina fær maður ekki leng­ur fag­leg­ar fyr­ir­spurn­ir um tæki og tól frá út­lend­ing­um, held­ur bara hvort lík­ams­rækt sé í grennd­inni eða góðir veit­ingastaðir.“

Gunnar tekur upp í minna hljóðverinu í Melahvarfi.
Gunn­ar tek­ur upp í minna hljóðver­inu í Mela­hvarfi. Árni Sæ­berg

Þrír staðlar eru af Dol­by At­mos-hljóðver­um. Í fyrsta lagi lít­il hljóðver sem Dol­by tek­ur ekki sér­stak­lega út. Þar má hljóðblanda fyr­ir sjón­varp og Blu Ray-diska. Í öðru lagi hljóðver eins og Gunn­ars, sem eru að lág­marki 45 fer­metr­ar og 150 rúm­metr­ar. Í þeim má hljóðblanda kvik­mynd­ir. Í þriðja lagi hljóðver sem eru að lág­marki 75 fer­metr­ar og og 300 rúm­metr­ar með mjög stórt tjald. Að sögn Gunn­ars eru mjög fá slík hljóðver í heim­in­um, varla fleiri en þrjá­tíu til fjöru­tíu.

– Er það næsta skref hjá þér?

„Sko,“ svar­ar hann sposk­ur. „Núna er þetta komið. Ég get þó viður­kennt að ég er bú­inn að fylla út excel-skjalið frá Dol­by fyr­ir stóra stúd­íóið. Það yrði samt rosa­leg vit­leysa.“

Gunn­ar seg­ir að hljóðverið sé mik­il bylt­ing fyr­ir hljóðvinnslu á Íslandi en fyrsta kvik­mynd­in sem var hljóðblönduð þar var Agnes Joy eft­ir Silju Hauks­dótt­ur. Hann veit ekki hvenær fyrsta mynd­in verður hljóðblönduð í Dol­by At­mos en helst þyrfti það að vera brjáluð has­ar­mynd. „Það yrðu að vera spreng­ing­ar, elt­ing­ar­leik­ur og læti til að fá sem mest út úr græj­un­um.“

HEIMILDMbl.is
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR